Vörusíða

Innovv C5 - Á mótorhjólið, fjórhjólið eða vélsleðann

Á meðan fjöldi framleiðenda eru á myndavélum fyrir bíla, eru ekki eins margir sem framleiða fyrir mótorhjólið, fjórhjólið eða snjósleðann. Hér er framleiðandi sem sérhæfir sig í  þannig myndavélum, og er að fá frábæra dóma um sínar vélar í dag. Innovv C5 er lítið einfalt upptökutæki með...

Venjulegt verð
39.862 kr
Setja á óskalista

Á meðan fjöldi framleiðenda eru á myndavélum fyrir bíla, eru ekki eins margir sem framleiða fyrir mótorhjólið, fjórhjólið eða snjósleðann. Hér er framleiðandi sem sérhæfir sig í  þannig myndavélum, og er að fá frábæra dóma um sínar vélar í dag.

Innovv C5 er lítið einfalt upptökutæki með einni linsu og WiFi. Húsin um linsurnar og upptökutækið er smíðað á besta mögulega hátt svo vatn og veður hafi ekki áhrif á tækið. Tækið tengist með WiFi við símann þinn, og með Innovv C5 appinu á símanum (bæði Android og Apple) geturðu skoðað upptökur eða stillt upptökutækið eins og þú vilt hafa það.

Á þessu tæki eru 2 upptökumöguleikar í boði, annars vegar Vlog mode, 1080p/30fps og hins vegar Sport mode, 720p/60fps.

Tækið tengist við svissstraum hjólsins, þannig kveikir það á sér og byrjar að taka upp þegar hjólið er sett í gang, og slekkur á sér þegar drepið er á hjóli. Algerlega sjálfvirkt, enda er Innovv C5 "settu up og gleymdu" tæki. Ekkert að kveikja á eða setja upptöku af stað, ekkert að athuga rafhlöðu eða annað. Þegar tækið er komið í og búið að setja upp og tengja, vinnur það sína vinnu án nokkurrar aðstoðar frá þér.

Tækið er með svokallað "Loop recording", þegar minniskortið fyllist þá byrjar tækið að taka yfir elstu upptökur. Þannig heldur upptakan áfram endalaust. Tækið getur tekið allt að 128Gb minniskort, svo upptakan gengur í fleiri klukkustundir áður en tækið byrjar að taka yfir elstu upptökur á minniskortinu (sjá mynd hér ofar).

Tækið og linsan er lítið og snyrtilegt. Lítið fer fyrir þessu, og með því að finna góðan stað til ísetningar má varla sjá að upptökutæki sé til staðar.

Allt sem þarf til að setja tækið upp og byrja að nota er innifalið í verðinu fyrir utan minniskort. Ísetning er þó ekki innifalin í verðinu.

Þú getur valið um að fá 1.8M eða 3.0M snúru frá upptökutæki í linsu.

Umsögn á dashcameras.net má sjá hér

Umsagnir um Innovv á Trustpilot.com má sjá hér

 

Tæknilegar upplýsingar

DVR Color Black 
DVR Material Aluminum
DVR DVR Size 70x46x21mm
Extrnal Mic Hole Supports external Mic
IP Rate IP68 (dust & water protection)
IP Rate IP65 (dust & water protection)
Internal Mic Hole Support internal Mic
Lens Cable USB 3.0 Data transfer cable Length:1.8m or 3.0m
Lens Cable Connection Type C Connector with thumb screws
Lens Case Color Black
Lens Case Material Aluminum
Remote Lens Lens Case Size ¢25.5x54mm
Lens Spec 6G glass lens, F/ON=2.0 f=3.6mm Diagonal 145°/ horizontal 120° / vertical angle 100°
Micro USB port Charging (DC5V), Data transfer
Camera System Operating Temperature -20°C ~ 70°C
Power Cable 0.6m with DC connector
Power Key Red Light
SD Card Slot Support up to 128GB
Storage Temperature -20°C ~ 70°C
WiFi Key Green Light
Skil og endurgreiðsla

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum og óskemmdum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir kaupunum þarf að fylgja með þegar óskað er eftir að hætta við kaupin. Starfsfólk Sportmyndavéla dæmir um hvort vara uppfylli ofangreind skilyrði. Ekki er hægt að skila sérpöntunarvörum.

Uppfylli varan öll skilyrði okkar er hægt að skipta henni fyrir aðra vöru eða fá endurgreitt. Endurgreitt er þá á sama hátt og greitt var fyrir vöruna (greitt með peningum-endurgreitt með peningum, greitt með korti-endurgreitt inn á kort)

← Fyrri vara Næsta vara →