Vörulistar

collections/INNOVV_new_logo.JPG

Þeir sem eru á mótorhjólum vita, að það getur verið stórhættulegt að hjóla þarna úti. Aðrir vegfarendur virðast stundum ekki hafa hugmynd um að mótorhjól eru einnig á veginum, og skapa hjólafólki oft stórhættu. Svo eru sumir bílstjórar fljótir að kenna hjólafólki um slys eða óhöpp.

Innovv er hér komið með "dashcam" eða myndavélar sérstaklega gerðar fyrir mótorhjól og fjórhjól. Þetta tæki er vatns- og rykhelt, þolir hitastig frá -20°c upp í +80°c (eins og við komumst einhverntímann nálægt því ☺), tekur upp í 1080p @ 30fps, tengist með WiFi við símann eða spjaldtölvuna, og Innovv K2 er með 2 linsum (fram og aftur) og GPS, svo hægt er að skoða svo ferðalagið á korti. Þessi tæki eru að fá frábæra dóma hjá þeim sem prófa.

Að auki má finna spennurelay frá Innovv sérstaklega gert fyrir hjól og sleða. 

Umsagnir um Innovv á Trustpilot má finna hér.

Það sem www.motorcycle.com segir vera bestu hlutina fyrir hjólafólkið, má sjá hér.

Umsögn Webbikeworld.com um Innovv vél á mótorhjól, má sjá hér.

Endilega skoðið vöruúrvalið hér fyrir neðan.

Athugið! Nú má skoða og versla þessi tæki hjá Automatic, Smiðjuvegi 11, Kópavogi.