Vörusíða

Removu S1 Gimbal

Gimball, Steadycam, Stöðuleikastöng..? Hvað á að kalla þetta? Það er spurning, en að minnsta kosti vitum við að hér er komin snilldarlausn fyrir þá sem taka mikið á smávideovélar, en eru alltaf að reyna að losna við hristing og óæskilegar hreyfingar úr upptökunum. Þetta heldur...

Venjulegt verð
59.471 kr
Setja á óskalista

Gimball, Steadycam, Stöðuleikastöng..? Hvað á að kalla þetta? Það er spurning, en að minnsta kosti vitum við að hér er komin snilldarlausn fyrir þá sem taka mikið á smávideovélar, en eru alltaf að reyna að losna við hristing og óæskilegar hreyfingar úr upptökunum.

Þetta heldur smávideovélinni stöðugri í upptöku, sem dæmi þá geturðu haldið á þessu meðan þú ert að skokka en upptakan sem kemur er eins og upptökuvélin hafi svifið með, svo stöðug er hún.

Removu S1 er næsta kynslóð af stöðuleikastöng (við skulum kalla þetta það). Nokkrar gerðir og útfærslur eru til af þessu á netinu frá öðrum framleiðendum, en engin eins og þessi eftir því sem við best vitum. Hér er kominn pakki með öllu sem þarf í svona.

Nefnum nokkur dæmi.

  • Þetta er hannað og gert fyrir GoPro 3, 3+, 4, og 5 vélar, en festingar fyrir aðrar gerðir GoPro véla er hægt að panta á netinu.
  • Þetta tæki er vatnsvarið svo óhætt er að vera með hana úti í rigningunni. Hún er þó ekki 100% vatnsheld svo ekki fara með hana í sund ;-) .
  • Hægt er að taka handfangið af, og festa stöðuleikatækið á venjulegar Sjcam og GoPro festingar. Þannig geturðu látið tækið halda vélinni stöðugri við aðstæður sem þú kemur hendinni ekki að.
  • Á handfanginu á stöðuleikastönginni fylgir þráðlaus fjarstýring sem hægt er að kippa af (dregur 10metra), svo þú getur komið græjunni fyrir einhversstaðar, og svo stýrt þessu úr fjarlægð, (upp/niður, vinstri/hægri)

Tímabundið bjóðum við þetta með verulegum afslætti.

Kynningarmyndband má sjá hér...

Einnig má hér sjá myndband þar sem þetta er prófað

 

Skil og endurgreiðsla

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum og óskemmdum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir kaupunum þarf að fylgja með þegar óskað er eftir að hætta við kaupin. Starfsfólk Sportmyndavéla dæmir um hvort vara uppfylli ofangreind skilyrði. Ekki er hægt að skila sérpöntunarvörum.

Uppfylli varan öll skilyrði okkar er hægt að skipta henni fyrir aðra vöru eða fá endurgreitt. Endurgreitt er þá á sama hátt og greitt var fyrir vöruna (greitt með peningum-endurgreitt með peningum, greitt með korti-endurgreitt inn á kort)

← Fyrri vara Næsta vara →