Ábyrgð
Við erum viðurkenndir endursöluaðilar fyrir vörum frá SJCAM, Streetguardian, Rearviewsafety, Removu, Foldio og annars búnaðar sem hér er í boði. Því gildir umboðsábyrgð á öllum vörum.
Veitt er 2 ára ábyrgð á myndavélum, aukabúnaði og öðrum vörum hér skv. neytendalögum nema annað sé tekið fram. Athugið að kvittun er ábyrgðarskírteini og verður því að framvísa kvittun sé óskað eftir að vara sé bætt í ábyrgð. Ábyrgð fellur úr gildi ef utanaðkomandi aðili framkvæmir tilraun til viðgerðar, opnar/rífur innsigli eða vara hlýtur slæma/ranga meðferð.
Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Camtec.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Camtec.is og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.