Vörusíða

Bakkmyndavél og skjár m.hleðslurafhlöðu

Hér er einföld bakkmyndavél til að skella í bílinn þegar farið er í ferðalagið eða þarf að draga kerruna. Vélin þarf ekki varanlegt pláss á eða í bílnum, heldur er hún einfaldlega sett aftaná bílinn eða kerruna, og segull á henni heldur vélinni á sínum stað....

Venjulegt verð
70.654 kr
Setja á óskalista

Hér er einföld bakkmyndavél til að skella í bílinn þegar farið er í ferðalagið eða þarf að draga kerruna. Vélin þarf ekki varanlegt pláss á eða í bílnum, heldur er hún einfaldlega sett aftaná bílinn eða kerruna, og segull á henni heldur vélinni á sínum stað. Skjánum er svo stungið í samband í sígarettukveikjarann í bílnum, kveikt á honum og allt er farið að virka eftir nokkrar sekúndur. WiFi (innbyggt kerfi-þráðlaust) tenging er milli skjás og myndavélar. Að lokinni notkun er bara að taka myndavélina og skjáinn og setja í skottið eða í geymslu.

ATH: Alls ekki hafa vélina utaná bílnum í venjulegum akstri heldur aðeins meðan verið er að nota hana við að bakka. Eftir notkun, kippið henni af og geymið inni í bíl! Annars er hætt á að hún detti af og týnist!

Myndavélin kemur með endurhlaðanlegri rafhlöðu (USB hleðsla), og skjárinn stingst í samband í sígarettukveikjarann í bílnum. Lengd milli skjás og myndavélar má vera mest 70ft eða 21meter sem er yfirdrifið nóg fyrir flesta notkun. Myndavélin er vatnsheld (IP68) og er með 12 IR ljósum svo notkun í myrkri er leikur einn. Ef þú ert með kerru, tjaldvagn, hjólhýsi eða fellihýsi, þá er þetta algerlega nauðsynlegt með.

 

Myndband sem sýnir hvernig þetta virkar

Helstu upplýsingar

Skjár:

 • Display  3.5" LCD
 • System  PAL/NTSC Color System
 • Display Format  4:3
 • Display Contrast  200:1
 • Display Brightness  300 cd/m²
 • Viewing Angle  U:10° D:30° L/R:45°
 • Display Color  262K
 • Input Voltage  DC 9V - 24V
 • Power Consumption  <2W
 • Pixel Count  480 x 234
 • Respond Time  30ms
 • Overall Dimensions  3" (H) x 3.50" (L) x 1"(D)

Myndavél:

 • Camera  High Quality CMOS Sensor
 • Picture Elements  NTSC: 580 x 492, PAL: 580 x 540
 • Viewing Angle  120°
 • Night Vision  12 Infra-red Lights
 • Usable Illumination  0 Lux (IR On)
 • Waterproof  IP68
 • Voltage  DC 8V - 12V (9V Battery)
 • White Balance  Automatic
 • Video Output  1.0vp-p, 75 Ohm
 • Operating Temperature  -20°C ~ +70°
 • Overall Dimensions  4" (H) x 3" (L) x 1.50" (D)

Rafhlaða:

 • Battery Capacity  2100mAh
 • Battery Voltage  3.7V
 • Fully Battery Charge Time  About 6-7 Hours
 • Charge Voltage  5V
 • Battery Boot voltage  3.6-4.2V
 • Max Current Charge  480ma
 • Working Communications Current  260ma

 

Skil og endurgreiðsla

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum og óskemmdum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir kaupunum þarf að fylgja með þegar óskað er eftir að hætta við kaupin. Starfsfólk Sportmyndavéla dæmir um hvort vara uppfylli ofangreind skilyrði. Ekki er hægt að skila sérpöntunarvörum.

Uppfylli varan öll skilyrði okkar er hægt að skipta henni fyrir aðra vöru eða fá endurgreitt. Endurgreitt er þá á sama hátt og greitt var fyrir vöruna (greitt með peningum-endurgreitt með peningum, greitt með korti-endurgreitt inn á kort)