Vörusíða

Monimoto tracker

Mótorhjólinu, tjaldvagninum, bílnum, kerrunni eða loftpressunni stolið? Finndu það aftur! Monimoto "Smart tracker" er lítill búnaður sem þú kemur fyrir á tækinu þínu. Ef einhver á við tækið þegar þú ert ekki nærri sendir búnaðurinn þér skilaboð í símann, og sé tækið tekið þá sendir búnaðurinn þér staðsetningu...

Venjulegt verð
33.970 kr
Setja á óskalista

Mótorhjólinu, tjaldvagninum, bílnum, kerrunni eða loftpressunni stolið? Finndu það aftur!

Monimoto "Smart tracker" er lítill búnaður sem þú kemur fyrir á tækinu þínu. Ef einhver á við tækið þegar þú ert ekki nærri sendir búnaðurinn þér skilaboð í símann, og sé tækið tekið þá sendir búnaðurinn þér staðsetningu þess, sem þú getur skoðað á appi/korti á símanum. 

Þetta virkar þannig að þú kemur búnaðinum fyrir á tækinu, felur það vel en gættu  þess að fela það ekki bakvið járn eða ál, svo GPS móttakarinn nái staðsetningum frá gervihnöttum. Að fela þennan búnað bakvið plasthlífar er í góðu lagi.

Þú sjálf/ur gengur með lítinn "lykil" á þér, og ef tækið greinir þennan lykil þegar tækið hreyfist þá áætlar það að eigandinn sjálfur sé viðstaddur og gerir ekkert. En ef tækið greinir hreyfingu en enginn lykill er nálægt, þá hringir búnaðurinn í símann þinn eftir 1mínútu. Tækið sendir svo GPS staðsetningu í símann, og á appi sem þú setur upp á símann þinn sérðu þá hvað er að gerast, hvort það sé kyrrt eða á hreyfingu og hvar það er staðsett.

Uppsetning er sáraeinföld, aðeins að koma tækinu fyrir og festa það vel. Ekkert að tengja við rafmagn þar sem það gengur fyrir rafhlöðum, ekkert að setja upp GPS loftnet eða annað. Vanur maður setur svona búnað upp á 5 mínútum.

Allar nánari upplýsingar má sjá á vefsíðu framleiðanda, monimoto.com

Athugið! Eins og með allt, er ekkert 100% í þessum heimi. Það er alltaf möguleiki að þjófar finni búnaðinn og fjarlægi hann eða skemmi svo hann virkar ekki. Lesið vel leiðbeiningarnar frá framleiðanda sem koma með tækinu. 

 

Skil og endurgreiðsla

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum og óskemmdum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir kaupunum þarf að fylgja með þegar óskað er eftir að hætta við kaupin. Starfsfólk Sportmyndavéla dæmir um hvort vara uppfylli ofangreind skilyrði. Ekki er hægt að skila sérpöntunarvörum.

Uppfylli varan öll skilyrði okkar er hægt að skipta henni fyrir aðra vöru eða fá endurgreitt. Endurgreitt er þá á sama hátt og greitt var fyrir vöruna (greitt með peningum-endurgreitt með peningum, greitt með korti-endurgreitt inn á kort)