Vörusíða

SG9663DC Með 2 linsum

SG9663DC er "Dual Channel" FULL HD 1080P DashCam bílamyndavél / mælaborðsmyndavél sem þýðir tvær upptökuvélar í einni. Tekur upp á 2 rásir sem sameinast í eina upptöku. Hér er fyrsta vélin frá Streetguardian sem er 2 myndavélar sem taka upp í einu. Nú er hægt að hafa...

Venjulegt verð
37.847 kr
Setja á óskalista

SG9663DC er "Dual Channel" FULL HD 1080P DashCam bílamyndavél / mælaborðsmyndavél sem þýðir tvær upptökuvélar í einni. Tekur upp á 2 rásir sem sameinast í eina upptöku.

Hér er fyrsta vélin frá Streetguardian sem er 2 myndavélar sem taka upp í einu. Nú er hægt að hafa upptöku frá bæði framrúðu og afturrúðu. Alveg ný vél, kom á markað í Desember 2017.

Athugið! Einnig er hægt að láta minni vélina taka upp inni í farþegarými. Tilvalið fyrir leigubíla og smárútur. Ef nota á vélina í það þá borgar sig að taka auka styttri snúru með. Hana má finna hér.

Atvinnubílstjórar, kynnið ykkur fyrst reglur Persónuverndar um upptökur af farþegum!

 

 • Full háskerpu upptaka. 1080P / 30Fps (30 rammar á sek)
 • Novatek 96663 örgjörvi
 • Sony Exmor R myndskynjari á frammyndavél
 • Sony Exmor myndskynjari á bakmyndavél
 • Vönduð 7 laga glerlinsa á báðum vélum
 • 64Gb minniskort innifalið. Nóg fyrir rúmlega 4klst upptöku
 • Allar upptökur eru með GPS upplýsingum. Hægt að sjá hraða og staðsetningu þegar upptakan er spiluð í þar til gerðu forriti, t.d. Dashcamviewer.
 • Stanslaus upptaka. Þegar minniskort fyllist fer vélin að taka yfir elstu upptökur. Þannig stoppar upptakan aldrei.
 • Höggskynjari (G-sensor). Ef vélin skynjar högg við t.d. árekstur, læsir vélin sjálfkrafa upptökuskránni svo ekki sé hægt að taka yfir hana.
 • Læsing á skrá. Viljir þú geyma upptöku sem er í gangi, er nóg að ýta á einn hnapp, þá læsir vélin þeirri upptökuskrá = ekki tekið yfir þá skrá
 • Einföld uppsetning og stillingar. Þegar búið er að setja vélina upp sér hún alfarið um sig sjálf.
 • Vélin getur einnig verið öryggismyndavél í bílnum, þá þarf að hafa hana beintengda við straum með straumsnúrunni sem fylgir með, og hreyfiskynjarinn í henni gerður virkur. Þá fer vélin að taka upp ef hún greinir einhverja hreyfingu fyrir framan sig.

 SG9663DC

Notendahandbók "User manual" má skoða hér.

Hlekkur á nýjustu hugbúnaðaruppfærslu er hér.

Umsögn og prófun DashCamTalk um þessa vél má sjá hér

Skil og endurgreiðsla

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum og óskemmdum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir kaupunum þarf að fylgja með þegar óskað er eftir að hætta við kaupin. Starfsfólk Sportmyndavéla dæmir um hvort vara uppfylli ofangreind skilyrði. Ekki er hægt að skila sérpöntunarvörum.

Uppfylli varan öll skilyrði okkar er hægt að skipta henni fyrir aðra vöru eða fá endurgreitt. Endurgreitt er þá á sama hátt og greitt var fyrir vöruna (greitt með peningum-endurgreitt með peningum, greitt með korti-endurgreitt inn á kort)