Vörusíða

SG9665XS Einföld og ódýr

Hér er bílamyndavél, mælaborðsmyndavél, eða "Dashcam", sem býður upp á mikið fyrir lítinn pening. Er ódýr, en með úrvals vönduðum íhlutum.   Tekur upp í háskerpu, 1080p HD, 30fps@15Mbit/sek. Novatek NT96650 Örgjörvi, Sony Exmor IMX323 myndskynjari.  32Gb minniskort fylgir með, dugar fyrir rúmlega 4klst upptöku (áður en...

Venjulegt verð
17.700 kr
Setja á óskalista

Hér er bílamyndavél, mælaborðsmyndavél, eða "Dashcam", sem býður upp á mikið fyrir lítinn pening. Er ódýr, en með úrvals vönduðum íhlutum.

 

  • Tekur upp í háskerpu, 1080p HD, 30fps@15Mbit/sek.
  • Novatek NT96650 Örgjörvi,
  • Sony Exmor IMX323 myndskynjari. 
  • 32Gb minniskort fylgir með, dugar fyrir rúmlega 4klst upptöku (áður en hún fer að taka yfir elstu upptökur aftur).
  • Vönduð 7 laga glerlinsa.
  • Höggskynjari (G-sensor) skynjar ef högg kemur á ökutækið og læsir vélin þá sjálfkrafa upptökuna sem er í gangi, þannig að ekki verður tekið yfir þá upptöku,  
  • Læsing á skrá. Viljir þú geyma upptöku sem er í gangi, er nóg að ýta á einn hnapp, þá læsir vélin þeirri upptökuskrá = ekki tekið yfir hana
  • Einföld uppsetning og stillingar. Þegar búið er að setja vélina upp sér hún alfarið um sig sjálf.
  • Auðvelt að flytja vélina á milli bíla.

 

Notendahandbók "User manual" má skoða hér.

Hlekkur á nýjustu hugbúnaðaruppfærslu er hér.

Skil og endurgreiðsla

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum og óskemmdum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir kaupunum þarf að fylgja með þegar óskað er eftir að hætta við kaupin. Starfsfólk Sportmyndavéla dæmir um hvort vara uppfylli ofangreind skilyrði. Ekki er hægt að skila sérpöntunarvörum.

Uppfylli varan öll skilyrði okkar er hægt að skipta henni fyrir aðra vöru eða fá endurgreitt. Endurgreitt er þá á sama hátt og greitt var fyrir vöruna (greitt með peningum-endurgreitt með peningum, greitt með korti-endurgreitt inn á kort)