Vörusíða

Skjár 7" með símatengingu

Þessi 7" skjár er með 1024 x 600 pixla upplausn og getur tengst við 2 myndavélar ásamt því að vera með "Mirror Link" við símann, en það gerir kleift að skoða á skjánum það sama og sést á símanum þínum með aðstoð WiFi, DLNA, Miracast eða Air Play....

Venjulegt verð
68.375 kr
Setja á óskalista

Þessi 7" skjár er með 1024 x 600 pixla upplausn og getur tengst við 2 myndavélar ásamt því að vera með "Mirror Link" við símann, en það gerir kleift að skoða á skjánum það sama og sést á símanum þínum með aðstoð WiFi, DLNA, Miracast eða Air Play. Hann er með innbyggðan hátalara og með honum fylgir fjarstýring.

Sniðugt ef þú notar t.d. google Maps á símanum til að rata um götur borgarinnar, þá sést það á þessum skjá. Einnig er t.d. hægt að vafra á Youtube, skoða bíómyndir eða leika leiki á símanum og skoða á skjánum en það gerirðu að sjálfsögðu aðeins meðan bíllinn er kyrrstæður!!

Þessi skjár er einnig með USB tengi svo hægt er að hlaða símann með honum.

ATH: Það þarf ekki að vera WiFi eða nettenging í ökutækinu til að virkja Mirrorlink. Skjárinn býr til Mirrorlink WiFi tengingu.

ATH. Á Android símum þarf að setja upp Miracast. Apple símar geta tengst beint við hann.

 

Nánari upplýsingar:

 • Screen Size  7" LCD Monitor
 • Resolution  1024 X RBG X 600
 • Luminance  250cd/m²
 • TV Format  PAL/NTSC
 • Power Supply  9V - 32V
 • OSD Languages  Multiple
 • Operating Temperature  -20°C ~ +70°C
 • Storage Temperature  -30°C ~ +80°C
 • Video Inputs  2
 • Speaker  Built-In
 • Dimensions  5.25" (H) x 7.25" (L) x 0.50" (D)
Skil og endurgreiðsla

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum og óskemmdum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir kaupunum þarf að fylgja með þegar óskað er eftir að hætta við kaupin. Starfsfólk Sportmyndavéla dæmir um hvort vara uppfylli ofangreind skilyrði. Ekki er hægt að skila sérpöntunarvörum.

Uppfylli varan öll skilyrði okkar er hægt að skipta henni fyrir aðra vöru eða fá endurgreitt. Endurgreitt er þá á sama hátt og greitt var fyrir vöruna (greitt með peningum-endurgreitt með peningum, greitt með korti-endurgreitt inn á kort)