Vörusíða

Stafrænn Hraðamælir

Tilvalið fyrir ökukennara, þá sem eru með unglinginn í æfingaakstri, eða þá sem vilja fylgjast með ökuhraða ökumanns. Stafrænn hraðamælir sem birtir aksturshraða, ásamt fleiri upplýsingum eftir hvernig mælir er valinn. Hægt er að velja milli tveggja gerða, OBDII tengdur eða með GPS móttakara. OBDII...

Hvernig mælir viltu
Venjulegt verð
9.647 kr
Setja á óskalista

Tilvalið fyrir ökukennara, þá sem eru með unglinginn í æfingaakstri, eða þá sem vilja fylgjast með ökuhraða ökumanns.

Stafrænn hraðamælir sem birtir aksturshraða, ásamt fleiri upplýsingum eftir hvernig mælir er valinn. Hægt er að velja milli tveggja gerða, OBDII tengdur eða með GPS móttakara. OBDII mælirinn tengist því inn á tölvu bifreiðarinnar með því að vera stungið í samband í sama tengi og aflestrartölva sem les bilanir, og birtir því valdar upplýsingar sem fengnar eru frá tölvu bifreiðar.

ATH: OBDII mælirinn les upplýsingar frá tölvu bílsins og virkar í 95% tegundum ökutækja. Ef svo ólíklega vill til að mælirinn virkar ekki í þínum bíl, og mælir,  umbúðir og annað er óskemmt, þá tökum við hann til baka og endurgreiðum þér!

Báðir þessir mælar eru einstaklega hentugur fyrir þá sem eru með fólk í æfingaakstri. Fylgstu með hraðanum án þess að vera að teygja þig yfir til að sjá á mælana...

GPS mælirinn er hentugur fyrir breytta jeppa sem eru komnir á stærri dekk og sýna því ekki réttan aksturshraða. Athugið að hraðamælirinn í bílnum á alltaf að vera leiðréttur fyrir stærri hjólbarða.

Mælirinn er lítill og nettur, og er ætlaður til að koma fyrir ofaná mælaborði bifreiðar. Báðir eru með sjálfvirka og stillanlega lýsingu á skjá, stillanlega liti á tölustöfum og geta slökkt á sér sjálfvirkt.

Hægt er að stilla inn hámarkshraða, þannig að ef farið er yfir þann hraða, gefur mælirinn hljóðmerki.

 

Upplýsingar sem OBDII mælirinn birtir:

 • Hraði
 • Snúningur vélar (RPM)
 • Volt/Hleðsla
 • Sýnir ekna vegalengd
 • Hitastig kælivatns

 

Upplýsingar sem GPS mælirinn birtir:

 • Hraði
 • Volt-Hleðsla
 • GPS tími
 • Sýnir ekna vegalengd
 • Sýnir hvað hann les merki frá mörgum gervihnöttum
 • Sýnir akstursátt (N.S.V.A)
Skil og endurgreiðsla

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum og óskemmdum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir kaupunum þarf að fylgja með þegar óskað er eftir að hætta við kaupin. Starfsfólk Sportmyndavéla dæmir um hvort vara uppfylli ofangreind skilyrði. Ekki er hægt að skila sérpöntunarvörum.

Uppfylli varan öll skilyrði okkar er hægt að skipta henni fyrir aðra vöru eða fá endurgreitt. Endurgreitt er þá á sama hátt og greitt var fyrir vöruna (greitt með peningum-endurgreitt með peningum, greitt með korti-endurgreitt inn á kort)