Vörusíða

Við mælum með - Dashcam Viewer

Forrit til að skoða upptökur af Streetguardian vélunum. Þetta forrit er sérstaklega hannað til að sýna allar þær upplýsingar sem dashcam vélin tekur upp. Sýnir upptökuna, GPS upplýsingar í hnitum, en jafnframt feril og staðsetningu á Google maps, og þar er hægt að velja um...

Venjulegt verð
3.225 kr
Setja á óskalista

Forrit til að skoða upptökur af Streetguardian vélunum. Þetta forrit er sérstaklega hannað til að sýna allar þær upplýsingar sem dashcam vélin tekur upp. Sýnir upptökuna, GPS upplýsingar í hnitum, en jafnframt feril og staðsetningu á Google maps, og þar er hægt að velja um götukort eða loftmynd. Sýnir ekinn hraða við upptökuna ásamt því að sýna línurit yfir hraðann alla upptökuna frá upphafi til enda. Sýnir stefnu í gráðum sem ekin er. Hægt er að kalla fram í sér glugga veðrið þann dag sem upptakan fór fram. Og að lokum er hægt að taka kafla úr upptökum og setja í sér skrá, ef það þarf að nota upptökuna sem vitnisburð. Margir fleiri möguleikar eru í þessu forriti sem nánar er hægt að sjá á vefsíðu framleiðandans.

Þetta forrit er algerlega nauðsynlegt ef nýta á allar þær upplýsingar sem Streetguardian vélin tekur upp. Þó ber þess að geta að hægt er að skoða upptökuna sjálfa á hvaða myndspilara sem er í tölvunni.

Hægt er að versla þennan hubúnað hér á síðunni, en einnig með því að fara beint á síðu framleiðanda https://dashcamviewer.com/  Munurinn er sá að hér á landi verðum við að rukka 24%vsk, sem gerir þetta aðeins dýrara en að versla beint frá framleiðandanum. Samt mælum við alltaf með því að versla hér innanlands.

 

Skil og endurgreiðsla

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum og óskemmdum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir kaupunum þarf að fylgja með þegar óskað er eftir að hætta við kaupin. Starfsfólk Sportmyndavéla dæmir um hvort vara uppfylli ofangreind skilyrði. Ekki er hægt að skila sérpöntunarvörum.

Uppfylli varan öll skilyrði okkar er hægt að skipta henni fyrir aðra vöru eða fá endurgreitt. Endurgreitt er þá á sama hátt og greitt var fyrir vöruna (greitt með peningum-endurgreitt með peningum, greitt með korti-endurgreitt inn á kort)